Óskað er eftir tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands 2017.  Hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis laugardaginn 30. september. 

Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 

Hægt er að tilnefna í tveimur flokkum; Hönnun ársins 2017 og Besta fjárfesting ársins 2017í hönnun.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins.

Til að hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2017 þurfa hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða vera fagmenn á sínu sviði.

Frekari upplýsingar um Hönnunarverðlaun Íslands

Smellu hér til að tilnefna