Photo_JavadParsa_Moments_of_Freedom_small

Þriðja hvert ár fer fram hátíðin Oslo Architecture Triennale. Yfirskrift næstu hátíðar sem hefst í september á næsta ári er After Belonging – On Resistance and the Ways We Stay in Transit. Eins og titillinn gefur til kynna er tímabundið ástand varðandi búsetu fólks sett á oddinn. Innan þessa þema er töluvert rætt um aðstæður flóttamanna og hælisleitenda en einnig það tímabundna ástand sem á sér stað í ferðamennsku.

Sem undanfari hátíðarinnar er haldin samkeppni þar sem þessi brýnu málefni eru til skoðunar á fimm stöðum á Norðurlöndunum. Skilafrestur á tillögum er 23. nóvember en hægt er að lesa nánar um samkeppnina hér: http://oslotriennale.no/en/utlysning-etter-intervensjonsstrategier
Einnig má finna spurningar og svör varðandi samkeppnina hér: http://oslotriennale.no/en/news/q-a

Arkitektar, hér heima og erlendis, eru hvattir til að taka þátt og leggja höfuðið í bleyti um hvernig arkitektónísk nálgun getur stuðlað að framförum þegar horft er á margslungin vandamál okkar samtíma.