Fyrsti Pælingafundurinn var haldinn fimmtudaginn 16. september á 7. hæð á Höfðatorgi.

Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands deildi pælingum sínum um ábyrgð sérfræðinga.  Samkoman var,skv. . formanni AÍ, einn fjölmennasti félagsfundur síðari tima, en um 80 manns mættu á til að hlýða á erindi Salvarar.

Á eftir bauð Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur upp á kaffi og hádegisbrauð og var síðan skeggrætt á óformlegum nótum inn í eftirmiðdaginn.  Glærur Salvarar má nálgast hér að neðan.

Bæði Salvör og aðstandendur fundu fyrir sterkum viðbrögðum fundargesta sem hlýtur að teljast lofandi tímanna tákn og mikilvægt að endurnýja og viðhalda vettvangi samtals og rökræðu innan félagsins.

Félagsmenn eru því eindregið hvattir til að mæta vel á næsta fund, en hann ber yfirskriftan Pælingar um samtal.  Þar munu Anna María Bogadóttir og Ásta Olga Magnúsdóttir, sem saman mynda Úrbanistan, velta fyrir sér samtalinu í samhengi arkitektúrs.

Pælingar um samtal verða í hádeginu fimmtudaginn 14. október í Vindheimum, 7. hæð í Höfðatorgi (austanverðu).

Þá er einnig vert að benda áhugasömum á umfjöllun Önnu Maríu Bogadóttur um Feneyjatvíæringinn í arkitektúr, en fyrsti hluti hennar var í Víðsjá fimmtudaginn 16. september og mun vera þar næstu tvo fimmtudaga.

Hægt er að nálgast fyrirlesturinn hér sem glærur.