Hús og heilsa – tengsl innivistar og heilsufars

EFLA verkfræðistofa heldur ráðstefnu mánudaginn 23. janúar þar sem fjallað verður um rakaskemmdir, myglu, byggingar, hús og heilsu. Fyrirlesarar koma að málefninu á þverfaglegum grunni og fjalla um málefni sem snúa að byggingum og heilsu.

Markmið ráðstefnunnar er að miðla hluta af þeim rannsóknum og kenningum sem fram komu á Læknadögum 2017. Einnig verður fjallað um stöðu rakavandamála á Íslandi og mögulegar lausnir þeirra.

Ráðstefnan er haldin í höfuðstöðvum EFLU að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík og er öllum opin meðan húsrými leyfir. Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg og þarf að berast fyrir 19. janúar.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu eru hér.

(Sett á vef 12. jan. 2017)