skrif-arkitektur

Kæru arkitektar,

Til að efla og bæta hið byggða umhverfi er mikilvægt að stuðla að umræðu um okkar margslungna en spennandi fag. Mikilvægt er að umfjöllunin sé gagnrýnin en uppbyggjandi, skemmtileg og frjó bæði í máli og myndum.

HA, nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr sem gefið er út af öllum aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar, er nýr vettvangur fyrir faglega umfjöllun um arkitektúr. Það kemur út tvisvar á ári auk þess sem heimasíða tímaritsins birtir reglulega nýtt efni. Von er á útgáfu næsta tölublaðs þann 24. nóvember næstkomandi.

Til að halda úti umfjöllun um arkitektúr er mikilvægt að við séum meðvituð um þennan vettvang og sífellt virk að senda ábendingar og efni. Við auglýsum því eftir áhugasömum til starfa í rithópi sem ætlað er að efla skrif um arkitektúr, hvort sem er blaðagreinar um málefni  líðandi stundar eða fræðigreinar sem kafa dýpra inn í hina margbreytilegu arkitektónísku tilveru. Markmiðið er að hópurinn myndi bakland fyrir skrif, finni áhugaverð umfjöllunarefni og penna, rýni texta og gefi „feedback“ á skrif.

Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið ha.arkitektur@gmail.com.

Arkitektafélag Íslands