Miðvikudaginn 6. mars mun Ruth Morrow, arkitekt og prófessor í arkitektúr í Queen’s háskólanum í Belfast halda fyrirlestur í LHÍ. Hún kemur inn í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans sem gestakennara á námsbraut í arkitektúr.

Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11 og hefst kl. 12:15.

Hér fyrir neðan er lýsing á fyrirlestrinum sem verður á ensku og er öllum opinn!

In this lecture Ruth Morrow will discuss the practices she engages in that sit half within, half without academia and architecture. Her work covers a spectrum of socially engaged practice and radical material development, all within the context of post-conflict, pre-brexit Northern Ireland. She will discuss the special role that architectural education can play in any given context – as a ‘Spaces of Rehearsal’ – not just for students but for those who surround and are connected to and through, architecture courses. She argues that architecture is whatever the architect does, so this lecture is especially for those who have ever doubted their place in architecture, but also for all others interested in the role of architects and architecture.

Fyrirlesturinn er hluti af Gestagangi, en með Gestagangi er ætlunin að veita áhugasömum innsýn í áhugaverð verkefni og rannsóknir í hönnun og arkitektúr. Fyrirlesararnir eiga það sameiginlegt að vera stundakennarar eða erlendir gestakennarar við Hönnunar- og arkitektúrdeild. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir einstök verkefni á sviði hönnunar eða arkitektúrs og hafa látið til sín taka á alþjóðlegum vettvangi