Miðvikudaginn 13. desember mun AÍ standa fyrir rýnifundi um þær 17 tillögur sem bárust í samkeppni um hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu Árborg. Samkeppnin var auglýst í maí á þessu ári, skilafrestur var 5. september og var niðurstaða dómnefndar tilkynnt 24. október. Þeir sem hlutu fyrstu verðlaun voru Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps.

Dómnefnarálitið má nálgast hér: Dómnefndarálit-Hjúkrunarheimilið í Árborg

Rýnifundurinn verður haldinn eins og fyrr segir miðvikudaginn 13. desember kl. 17:00 í sal A í LHÍ í Þverholti. Vegna fjölda tillagna sem bárust í keppnina verður fundurinn rafrænn en plansar verða sýnilegir og aðgengilegir á fundinum.

Hlökkum til að sjá sem flesta!