Mánudaginn 18. september kl. 17:00 munu dómnefndarfulltrúarnir, Hlín Sverrisdóttir og Indro Candi, fara yfir tillögurnar fjórar sem bárust í framkvæmdasamkeppni um deiliskipulag fyrir miðsvæði Álftanes. Tillögurnar eru til sýnis í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi þar sem sundlaugin er til húsa.

Í fyrsta sæti var tillaga Andersen & Sigurdsson Arkitekter og verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 4.000.000. kr.  Í öðru sæti var tillaga Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts, Móheiðar Helgu Huldudóttur Obel arkitekts o.fl. og verðlaun fyrir annað sæti voru 2.500.000 kr. Tillaga Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts var útnefnd athyglisverð tillaga og fékk í verðlaun 500.000 kr.