Fimmtudaginn 3. september milli kl. 12.00-13.00 munu dómnefndarfulltrúar í hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði fara yfir tillögurnar sem bárust í samkeppnina.

Fundurinn verður haldinn sem fjarfundur og því ættu allir nettengdir að eiga þess kost að sækja fundinn.
Hér er hlekkur á fundinn:

https://us02web.zoom.us/j/81750911849?pwd=THdxdlpMTVo2OFExa1kyd0NRTUt2Zz09

Efnt var til samkeppninnar í janúar 2020 og bárust alls 11 tillögur í samkeppnina. Niðurstöður voru kynntar 3. júlí sl. í Hveragerði og hlutu eftirfarandi tillögur verðlaun.

1. verðlaun: Arkþing-Nordic og Efla (36936)
2. verðlaun: T.ark arkitektar (00010)
3. verðlaun: Andrúm arkitektar (20002)

Innkaup og athyglisverð tillaga:

Innkaup: ASK arkitektar (19550)
Athyglisverð tillaga: Andersen & Sigurdsson Arkitekter og Verkís (20319)

NLFÍ – Dómnefndarálit