Alls bárust 14 tillögur í hugmyndasamkeppni um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæðið sem Hafnarfjörður stóð fyrir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Sýning á þeim tillögum sem bárust í samkeppnina verður haldin í ,,Apótekinu“ í Hafnarborg í Hafnarfirði dagana 2. júní til 8.júní. Sýningin verður opin alla daga kl. 12:00-17:00 nema á þriðjudögum, en þá er safnið lokað.

Efnt verður til rýnifundar fimmtudaginn 7. júní kl. 16:00-18:00. Fimmtudaginn 7. júní verður sýningin opin til kl. 21:00.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og kynna sér þær tillögur sem bárust í keppnina!

DÓMNEFNDARÁLIT HAFNARFJARÐARHÖFN