Þriðjudaginn 29. ágúst kl. 17:00 verður haldinn rýnifundur um tillögurnar sem bárust í hugmyndasamkeppnina um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Reykjavíkurborgar, að Borgartúni 12-14.

Fimmtudaginn 6. júlí var niðurstaða dómnefndar tilkynnt í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg. Alls voru fimm teymi valin, að undanfengnu forvali, til að taka þátt og var það tillaga arkitektastofunnar Yrki sem þótti best heppnuð. Í dómnefndaráliti segir um verðlaunatillöguna að hún sýni byggð með látlausu yfirbragði, þar sem fíngerð randbyggð fellur vel að því byggðamynstri sem er í Holtunum. Tillagan býður upp á mikinn sveigjanleika til frekari þróunar í sterku heildarsamhengi.

Teymin fimm sem tóku þátt að undangengnu forvali eru:

  • ASK arkitektar, Landmótun og Efla
  • jvantspijker architects frá Hollandi
  • Yrki arkitektar
  • Henning Larsen Architects frá Danmörku og Batteríið arkitektar
  • Björn Ólafs, Daníel Ólafsson, Gunnar P. Kristinsson og Birgir Ö. Jónsson

Á rýnifundi (gegnumgangi) eru tillögur þeirra sem tóku þátt í samkeppninni sýnilegar. Dómnefndarfulltrúar fara yfir tillögurnar, rökstyðja val sitt og svara spurningum. Rýnifundur er hugsaður fyrir alla þátttakendur í samkepninni, hönnunarnema, sem og alla þá sem hafa áhuga á hinu byggða umhverfi, þróun þess og sögu.

Hér má nálgast Dómnefndarálit Laugavegur_Skipholt

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta.