Festir Fasteignafélag og MMR bjóða til rýnihópavinnu fyrir Vogabyggð 1 í Reykjavík. Tilgangur rýnihópanna er að stofna til samtals sem getur haft áhrif á uppbyggingu hverfisins og er þetta kjörið tækifæri fyrir áhugafólk um byggingar-, skipulags- og umhverfismál til að setja sitt mark á Reykjavík framtíðarinnar.
Hollenska arkitektastofan Jvantspijker og Rakel Karls ApS. munu kynna forhönnun að tveimur byggingum í upphafi fundar og í kjölfarið verður kallað eftir sjónarmiðum fundargesta.
Rýnihóparnir fara fram þriðjudaginn 26. september kl. 17:15 til 20:00.
Léttar veitingar verða í boði og gjafabréf að upphæð 10.000 ISK.
Áhugasamir geta skráð sig á slóðinni http://survey.mmr.is/festir