Hönnunarsafn Íslands gaf nýlega út bókina „Safnað í söguna – Finding history“. Bókin hefur að geyma yfirlit úr safnaeign safnsins en Hönnarsafn Íslands er eitt yngsta safn okkar Íslendinga, stofnað árið 1998. Safnið hefur þá sérstöðu að vera eina stofnunin sem rannsakar, safnar og miðlar sögu íslenskrar hönnunar og listhandverks eins og skilgreint er í stofnskrá safnsins. Í bókinni er birtar myndir og stuttir textar við valda safnmuni úr safneigninni sem hafa verið á sýningum safnsins.  Þarna eru verk eftir fjölmarga hönnuði og nokkra arkitekta en þeir eru;  Einar Þorstein Ásgeirsson, Dennis Davið Jóhannesson, Sigurð Gústafsson, Valdimar Harðarson, Guðjón Samúelsson, Sigurð Guðmundsson og Ólaf Þórðarson. Bókin er fáanleg í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, 210 Garðabæ.