Isavia stendur fyrir opnum degi 26. júní til að kynna fyrirhugaða stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þann 26. júní verður verkefnið kynnt, sjálft útboðsferlið útskýrt nánar og þátttakendum boðið í kynnisferð um flugvöllinn.

Margar erlendar stofur munu koma til landsins þennan dag en þátttakendur í útboðinu þurfa að hafa mikla reynslu í hönnun alþjóðaflugvalla.

Í kjölfar opna dagsins 26. júní verður hægt að panta fundi með Isavia, eigendum og verkefnisstjórum verkefnisins, og býðst innlendum arkitektastofum tækifæri til að ræða við og mögulega tengjast erlendum stofum og öfugt. ISAVIA leitar eftir svokölluðum Integrated Design Team sem mun hanna byggingarnar frá A-Ö, arkítektúr, verkfræði o.s.frv.

Skráning fer fram hér og er síðasti skráningardagur fyrir opna daginn 26. júní á morgun, 19. júní.  

https://utbod.isavia.is/
https://utbod.isavia.is/aspx/ProjectManage/49

Hér eru upplýsingar um útboðið á TED:

https://ted.europa.eu/udl?uri=TED:NOTICE:248745-2019:TEXT:EN:HTML&src=0

Og hér upplýsingar um uppbyggingaráætlun flugvallarins:

https://www.isavia.is/fyrirtaekid/vidskiptavinir/keflavikurflugvollur/skipulag-og-uppbygging/uppbyggingaraaetlun