Mannvirkjastofnun, Byggingarfræðingafélagið og Arkitektafélag Íslands hafa tekið höndum saman og skipulagt hádegisfundaröð til að skapa frekara samtal sín á milli en allir þessir aðilar vinna að sama markmiði, að bæta manngert umhverfi hér á landi.

Fyrsti fundur mun snúa að rafrænni byggingargátt en óhætt er að fullyrða að bylting sé að verða í rafrænni stjórnsýslu byggingarmála í landinu nú þegar verið er að taka í notkun rafræna byggingargátt. Unnið hefur verið að gerð gáttarinnar mörg undanfarin ár í þeim tilgangi að gera stjórnsýslu byggingarmála gagnsærri og skilvirkari og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið virki.

Fyrsti fundurinn verður haldinn: 24. janúar kl. 12-13.

Hvar: Engjateigi 9, Fundarsal Verkfræðingafélagsins.

Hádegissnarl í boði. Aðgangur er ókeypis.