Sérfræðingur á sviði frumathugana mannvirkjagerðar. Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á deild frumathugana mannvirkjagerðar. Deild frumathugana vinnur við undirbúning fyrir framkvæmdir á vegum borgarinnar á skrifstofu framkvæmda og viðhalds. Unnið er m.a. að umhverfisvottun nýbygginga Reykjavíkurborgar og að hönnun sé unnin í hugmyndafræði BIM auk þess sem LCC greining er viðhöfð við nýbyggingar. Boðið er upp á gott starfsumhverfi með möguleika á enn frekari sérhæfingu í fagi og þátttöku í að móta og hafa áhrif á framtíðaruppbyggingu Reykjavíkurborgar. Skrifstofan er til húsa í Borgartúni 12-14 og næsti yfirmaður er Rúnar Gunnarsson deildarstjóri frumatugana mannvirkjagerðar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð 

• Verkefni tengd frumathugun mannvirkjagerðar / nýbygginga – þ.m.t. verkefnalýsing, skilgreining verkefna, valkostir, þarfagreining, gerð forsagna og áætlanagerð og umsjón forhönnunar.
• Umsjón og eftirlit með vinnu aðkeyptra ráðgjafa.
• Ráðgjöf við notendur fasteigna Reykjavíkurborgar.
• Þátttaka í vinnuhópum og samskipti við önnur svið borgarinnar.
• Minni skipulags- og hönnunarverkefni tengd breytingum, viðbyggingum, viðhaldsverkefnum o.fl.
• Frumkvæði við að bera kennsl á möguleika fyrir hagnýtingu á BIM, LCC og umhverfisvottunarkerfum í verkefnum.

 

Hæfniskröfur 

• Háskólapróf á sviði arkitektúrs, verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði eða í sambærilegum greinum.
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
• Reynsla af gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlunum.
• Þekking á hagnýtingu BIM í hönnun og framkvæmdum er kostur.
• Þekking á vottunarkerfum fyrir byggingar er kostur.
• Þekking á skipulags- og byggingarlögum og viðkomandi reglugerðum er kostur.
• Lausnamiðuð hugsun og færni í samskiptum.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram ritað mál.
• Skipulagsfærni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt.
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi.
• Tölvufærni og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki.

Frekari upplýsingar