Siðareglur Arkitektafélagsins voru fyrst gefnar út 11. maí 1956 undir heitinu “Samþykkt um störf arkitekta”. Í siðareglunum eru birtar þær hugsjónir og meginreglur sem Arkitektafélag Íslands telur að arkitekt beri að hafa að leiðarljósi í starfi sínu, til dæmis gagnvart verkkaupa sem og gagnvart öðrum arkitektum. Komi upp ágreiningsmál geta félagsmenn eða verkkaupi sent málið til sérstakrar siðanefndar sem er starfrækt innan félagsins. Hlutverk siðanefndar er að taka afstöðu til þess hvort arkitekt hafi brotið gegn reglum félagsins og þá hvort brotið sé ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt. Reglulega fær siðanefnd félagsins mál á borð til sín. Ef siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að félagsmaður hafi gerst brotlegur við siðareglur félagsins á stjórn AÍ að tilkynnta félagsmönnum í málgagni félagsins eða á aðalfundi um málið allt eftir alvarleika málsins.
Við hvetjum alla arkitekta félagsins að kynna sér vel siðareglur félagsins og fara eftir þeim í störfum sínum.
Hér má lesa úrskurð siðanefndar AÍ í máli Arnaldar Schram arkitekts gegn Jóhanni E. Jónssyni arkitekts vegna deiliskipulagsuppdráttar og höfundarréttar en skv. úrskurðinum er brot Jóhanns ámælisvert.