Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, Mannvirkjastofnun, Matsmannafélag Íslands, Verkfræðingafélag Íslands og Vistbyggðarráð stendur fyrir námskeiði um sjálfbærni í byggingariðnaði.

Kennarar á námskeiðinu eru Aðalheiður Atladóttir, arkitekt FAÍ og framkvæmdastjóri A2F arkitekta ehf., Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt FAÍ, Ragnar Ómarsson, byggingarfræðingur og formaður Matsmannafélags Íslands og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs. Gestafyrirlesari verður Dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.

Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfbærni í byggingariðnaði og þá þrjá þætti sem skipta máli við hönnun sjálfbærra bygginga: umhverfi, efnahagur og samfélag. Gerð verða góð skil á þessum þáttum en forsenda fyrir sjálfbærni í byggingariðnaði er að þessir þrír þættir spili vel saman. Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að geta sett sér markmið um sjálfbærni bygginga og hafa þekkingu á hvernig unnt er að ná þeim markmiðum.

Skráning og frekari upplýsingar má finna hér.

Við viljum minna félagsmenn AÍ á að stéttarfélög veita styrki til endurmenntunar.