23. nóvember stendur til að halda norrænan viðburð í París um sjálfbærni í byggingarháttum/byggingum. Um er að ræða hálfsdagsráðstefnu sem ber yfirheitið „BE NORDIC – Nordic Lifestyle Urbanism? Architecture ? Sustainable Construction“. Tilgangurinn með þessum viðburði er að reyna að tengja norrænar arkitektastofur sem vinna að sjálfbærum byggingarháttum/byggingum í þéttbýli við franskar arkitektastofur sem hafa áhuga á að vinna að því sama (B2B fundir). Málstofan verður á ensku.

Fyrsti hlutinn fjallar m.a. um þéttingu byggðar og umhverfisáskoranir sem því fylgja og ber heitið „Environmentally Sustainable Construction placing
the Citizen at the Centre of Urbanization“ og annar hlutinn miðar að því að gefa gott yfirlit yfir norræna strauma og stefnur í arkitektúr innan
þéttbýlis og ber heitið „Architecture and design“.

Skipuleggjendur viðburðarins leita nú til félagsmanna AÍ og athuga hvort einhver þeirra, eða fyrirtæki þeirra, gætu haft áhuga á þátttöku og hugsanlega leitt eða tekið þátt í pallborðsumræðum, eftir þeim efnum sem getið er um í dagskránni.  Áhugasömum er vinsamlegast bent á að hafa beint samband við Jónas Haraldsson, viðskiptafulltrúa íslenska sendiráðsins í París, jonas.haraldsson@utn.stjr.is eða í símanúmer: +33 (0)1 44 17 32 85/ s. 545 7786

Drög að dagskrá