Skelin og veran – samtal við samhengið
Í samstarfi við Arkítektafélag Íslands

Á námskeiðinu verður samband manneskjunnar við arkitektúr og hið manngerða umhverfi skoðað út frá ýmsum sjónarhornum og skölum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi bakgrunn í arkitektúr eða borgarfræðum. Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og þar fyrir utan er gert ráð fyrir uppbroti t.d. . í formi kvikmyndabrota og umræðna.

Í fyrsta fyrirlestrinum verður sjónum beint inn á við, heimspekilegar og þá aðallega verufræðilegar hugleiðingar eru reifaðar og settar í samhengi við skynjun (manngerðs) umhverfis.
Í næsta fyrirlestri er þysjað út og hugmyndafræði borga hugleidd út frá hugtökum á borð við útópíu og heterótópíu, staðleysuna og önnur rými. Sjónum verður beint að samtali einstaklingsins/verunnar við samhengi sitt og þróun borga hugleidd frá ýmsum hliðum.
Í þriðja og síðasta fyrirlestrinum er sjónum beint að þeim félagslegu kerfum sem myndast og starfa innan manngerðs umhverfis og litið til samhengis skipulags og borgarfræða í nútíð og framtíð.

Kennari: Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og stundakennara hjá LHÍ og Prisma
Tími: Mið. 11., mán. 18. og mið. 20. maí kl. 9:30-12:00
Verð: 15.800 kr.


Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér
eða í síma 525 4444