Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar leitar að öflugum starfsmanni til að stýra fjölbreyttum skipulagsverkefnum og hafa eftirlit með aðkeyptum ráðgjöfum, hönnuðum og verktökum og bera ábyrgð á skipulagsáætlunum sem lagðar eru fram til afgreiðslu í nefndum og ráðum borgarinnar. Viðkomandi starfsmaður þarf að geta sýnt frumkvæði og frumleika og nákvæmni og geta bæði starfað sjálfstætt og starfað í samvinnu við öflugt teymi arkitekta og skipulagsfræðinga hjá skipulagsfulltrúa. Um er að ræða spennandi starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi þar sem nýsköpun og framsækni í skipulagsgerð er höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Verkstjórn og yfirferð skipulagsverkefna hjá embætti skipulagsfulltrúa sem þarfnast lögbundinnar skipulagsmeðferðar.
• Mat og gerð umsagna vegna fyrirspurna, umsókna, framkvæmdaleyfa og annarra erinda er varða skipulagsmál og byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.
• Samskipti, ráðgjöf og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, ráðgjafa og stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis um skipulagsmál.
• Umsjón með og þátttaka í verkefnateymum á vegum skipulagsfulltrúa og/eða umhverfis- og skipulagssviðs.
• Önnur verkefni á vegum embættis skipulagsfulltrúa.

Hæfniskröfur

• Háskólamenntun í samræmi við 5.mgr. 7.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til framsetningar og greiningar á flóknum gögnum.
• Miðlun upplýsinga í ræðu og riti.
• Hafa þekkingu á þeirri lagaumgjörð sem skipulagsfulltrúi starfar eftir.
• Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt.
• Geta unnið vel undir álagi.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku.
• Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum og þekking á hönnunar-, umbrots-, og teikniforritum.
• Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka.

Frekari upplýsingar um starfið