Skipulagsverðlaun SSFÍ voru afhent í Iðnó í dag ( fimmtudaginn 8. nóvember), en í dag er alþjóðlegur skipulagsdagur. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt og í þetta skipti voru það ASK arkitektar sem  hrepptu verðlaunin fyrir Vísindagarða í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

“Markmið skipulagsverðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulagsmála á Íslandi á hverjum tíma.  Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Í þetta sinn er athyglinni beint sérstaklega að vistvænum áherslum.  Það er Skipulagsfræðingafélag Íslands sem stendur fyrir verðlaununum, í samstarfi við Vistbyggðarráð.”