Skipulagsfræðingafélag Íslands hefur veitt skipulagsverðlaunin annað hvert ár til sveitarfélaga, stofnana og einkaaðila sem hafa gert vel á sviði skipulagsmála og lagt sitt af mörkum til að bæta og fegra umhverfi í þéttbýli og dreifbýli með faglegri og vandaðri skipulagsgerð. Markmið verðlaunanna er að hvetja til umræðu, auka skilning á skipulagsmálum og vekja athygli á vönduðu skipulag.

Þema verðlaunanna að þessu sinni er að skipulag fyrir fólk. Einkum verður horft til faglegrar skipulagsgerðar þar sem velferð fólks hefur verið sett í öndvegi. Skipulagsverðlaunin eru annars vegar veitt fyrir skipulag, þ.e. skipulagstillögur eða staðfest skipulag á öllum skipulagsstigum og hinsvegar fyrir sérstök verkefni í tengslum við skipulag, svo sem frumkvöðlastarf, miðlun upplýsingar um skipulagsmál eða lokaverkefni til háskólaprófs á sviði skipulagsmála.

Tilnefningar til Skipulagsverðlaunanna 2018 ásamt viðeigandi gögnum t.d. uppdráttum og greinargerð ásamt rökstuðningi skal senda á pdf-formi á netfangið skipulagsfraedi@gmail.com eigi síðar en 12. mars.