Hvaða tré er Skógræktin í Reykjavík að rækta? Hverjir eru kostir/ókostir hverjar trjátegundar fyrir sig? Gætu arkitektar nýtt betur íslenskan við? Hvernig verður landslagið eftir 5 ár? 10 ár? Verðum við farin að rækta meira af við? Betri við?

Gústaf Jarl Viðarsson og Sævar Hreiðarsson skógfræðingar ætla að taka á móti félagsmönnum AÍ þriðjudaginn 5. júní kl. 16:30 og upplýsa okkur um þann fjársjóð sem Heiðmörk og Skógræktin í Reykjavík hefur að geyma.

Skráið ykkur með því að senda póst á ai@ai.is

Mæting kl. 16:30 við smiðjuna. En hvar er smiðjan? Á þessu korti ættuð þið að getað áttað ykkur á hvar smiðjan er staðsett. Þið beygið inn í Heiðmörk frá Rauðhólum, keyrið veginn, yfir brúna og takið síðan fyrsta afleggjara til hægri eftir brúna. Keyrið um 100m, beygið til vinstri ef þið viljið leggja hjá smiðjunni en beygið til hægri ef þið viljið leggja hjá húsi Einars Ben. Þaðan gangið þið smá spöl að smiðjunni.