Samþykkt aðildarumsókn Arkitektafélags Íslands að Starfsþróunarsetri háskólamanna hefur verið afturkölluð en aðildarumsókn hafði verið samþykkt 1. mars síðastliðinn. Aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna byggir á því að félög séu með kjarasamning á grundvelli laga nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna og samið sé um aðild. Arkitektafélag Íslands er ekki með slíkan kjarasamning og er það ástæðan fyrir því að aðild að Starfsþróunarsetri var afturkölluð. Búið er að endurgreiða öllum launagreiðendum til baka þá upphæð sem þeir settu í sjóðinn og hafa samband við launagreiðendur til að fyrirbyggja frekari greiðslur til Starfsþróunarsetursins. Alls voru 7 félagsmenn AÍ í Starfsþróunarsetri háskólamanna. Arkitektafélagið þykir þetta mjög miður en félagsmenn AÍ sem eru í BHM gegnum AÍ hafa aðgang að styrkjarsjóðum gegnum Starfsmenntunarsjóð.
Frekari upplýsingar um sjóði BHM er að finna hér.