Föstudaginn 8. nóvember munu Steinsteypufélag Íslands og Íslandshús bjóða í Vísindaferð. Íslandshús er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar og framleiðir forsteyptar einingar og nýja tegund stólpa, dvergana®,  sem eru undirstöður undir t.d. sumarhús, bílskýli, smáhýsi, sólpalla, girðingar ofl.

Íslandshús framleiðir einnig undirstöðu undir færanlegar og niðurgrafnar öryggisgirðingar og framleiðir lausnir er varða umferðarstýringu og skipulagi bílastæða. Fyrirhugað er að skoða verksmiðjuna, sem mun taka um tvo klukkutíma og í lokin verður boðið upp á spjall og léttar veitingar.

Skráning er hafin á steinsteypufelag@steinsteypufelag.is til og með föstudagsins 1. nóvember. ATH. takmörkuð sæti!