THG arkitektar ehf. leita eftir arkitekt til almennra arkitektastarfa á sviði húsa- og skipulagsgerðar. Viðkomandi þarf að hafa nokkurra ára starfsreynslu á ofangreindu sviði. Verkefni fyrirtækisins eru fjölbreytt hönnunar- og ráðgjafastörf fyrir einstaklinga, fasteignafélög, sjálfseignarstofnanir og opinbera aðila.
Æskilegt er að umsækjendur séu hugmyndaríkir, hafi frumkvæði og metnað til að takast á við krefjandi verkefni, einir eða í samvinnu við aðra. Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á öllum helstu hönnunarforritum, þar með talið Revit.
Umsóknum fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Öllum fyrirspurnum verður svarað.
Vinsamlegast sendið umsóknir til ella@thg.is fyrir 25. janúar 2019.