Alþjóðlegur dagur arkitektúrs er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag en Alþjóðlegur dagur arkitektúrs er haldinn fyrsta mánudag í október ár hvert. Það eru Alþjóðasamtök arkitekta (UIA) sem gefa upp þemað ár hvert en í ár er þemað: Ákall um aðgerðir í loftslagsmálum (Climate Change Action). Í tilkynningu UIA um efnið stendur að okkur stafi raunveruleg ógn vegna lofslagsbreytinga. Aukin orkunotkun fylgir ört vaxandi borgarvæðingu með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. UIA hvetur alla arkitekta og fyrirtæki tengdum arkitektúr að vera vakandi fyrir þessu og taka þátt í vitundarvakningu á þessari ógn. Sjá tilkynningu frá þeim hér.

Arkitektafélag Íslands ætlar að fagna deginum í haust með viðburði tengdum þema UIA.