Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs fyrir fundarröð um umhverfis- og skipulagsmál. Fundirnir eru haldnir á haust- og vormisseri á Kjarvalsstöðum á Klambratúni og er yfirskrift þeirra Borgin – heimkynni okkar.
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn þriðjudaginn 10. október og verður spurningin Til hvers eru borgir? til umfjöllunar. Spurningin getur t.d. vakið til umhugsunar um tilgang og markmið borga en fólk sem býr í borginni og ferðast um hana skapar í raun sína eigin borg daglega. Hvaða áhrif hafa borgir á samskipti? Hvernig má breyta hegðun borgarbúa, t.d. ferðavenjum? Eða líðan? Hvað ýtir undir sköpunarkraft borgarbúa? Hvers vegna vill fólk búa í borgum?

Frummælendur eru Gunnar Haraldsson hagfræðingur, Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður, Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar og Hjálmar Sveinsson. Kaffi og kökur, allir velkomnir.

http://reykjavik.is/frettir/spurningin-er-til-hvers-eru-borgir