Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands voru tilkynntar 30. október. Alls bárust yfir hundrað tilnefningar til verðlaunanna. Dómnefnd valdi fimm verk sem hún taldi sigurstrangleg. Tvö þeirra eru fyrir arkitektúr en það eru Marshall-húsið, hannað af Kurt og pi í samstarfi við Ask arkitekta og orlofshús BHM í Brekkuskógi hannað af PKdM. Önnur verk sem tilnefnd eru Saxhóll á Snæfellsnesi hannað af Landslagi ehf., einkenni listahátíðarinnar Cycle og Reitir, workshop + tools for collaboration, sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem m.a. stóð fyrir þverfaglegum vinnusmiðjum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2015-2016.

Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt 9. nóvember í Iðnó.

kl.20.30 Húsið opnar
kl.21.00 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands
kl.22.00 Babies ball

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvarinnar.

Marshall húsið

Orlofshús BHM