Nú um helgina var Kaupmannahöfn valin til að hýsa næstu UIA heimsráðstefnu í arkitektúr. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan verður haldin á Norðurlöndunum en áætlað er að um 10.000 arkitektar víðsvegar að úr heiminum mæti á ráðstefnuna sem er stærsta arkitektaráðstefna í heiminum.  Ráðstefnan er haldin á 5 ára fresti en nú í ár var hún haldin í Seúl í Suður-Kóreu. 

Hin danska Natalie Mossin formaður danska arkitektafélagsins hefur ásamt sínu liði unnið ötullega að því að fá að halda ráðstefnuna en margir vilja meina að þetta sé eins og fá að halda Ólympíuleikana. Í ár var Kaupmannahöfn að keppa við borgirnar Bakú, Lausanne, Kúala Lúmpúr og Antalya.

Við óskum kollegum okkar í Kaupmannahöfn til hamingju!

Hér má lesa frétt um málið.