UIA (Alþjóðasamtök arkitekta) og UNESCO (Menningarmálstofnun sameinuðu þjóðanna) hafa tekið höndum saman og útnefna nú þá borg sem heldur Alþjóðlegu ráðstefnu arkitekta (UIA World Congress of Architects) sem Borg byggingarlistar (World Capital of Architecture). Með þessu er verið að leggja enn frekari áherslu hjá Menningarmálstofnun sameinuðu þjóðanna á mikilvægi arkitektúrs og borgarskipulags. Borg byggingarlistar fær útnefninguna þrjú ár í senn, en ráðstefna UIA er haldin á þriggja ára fresti. Næstu ráðstefnur UIA verða haldnar í Rio de Janeiro árið 2020 og í Kaupmannahöfn árið 2023. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn er fyrsta alþjóðlega ráðstefna UIA sem haldin er á Norðurlöndum.

Frekari upplýsingar um World Capital of Architecture.