UIA (Alþjóðasamtök arkitekta) og UNESCO (Menningarmálstofnun sameinuðu þjóðanna) hafa tekið höndum saman og útnefna nú þá borg sem heldur Alþjóðlegu ráðstefnu arkitekta (UIA World Congress of Architects) sem Borg byggingarlistar (World Capital of Architecture). Með þessu er verið að leggja enn frekari áherslu hjá Menningarmálstofnun sameinuðu þjóðanna á mikilvægi arkitektúrs og borgarskipulags. Borg byggingarlistar fær útnefninguna þrjú ár í senn, en ráðstefna UIA er haldin á þriggja ára fresti. Næstu ráðstefnur UIA verða haldnar í Rio de Janeiro árið 2020 og í Kaupmannahöfn árið 2023. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn er fyrsta alþjóðlega ráðstefna UIA sem haldin er á Norðurlöndum.
NÝJUSTU FÆRSLUR
- Þú ert á óvirkum og gömlum vef Arkitektafélags Íslands
- Vefur AÍ-Nýjar færslur á nýjum vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
- AÍ og SAMARK gera alvarlegar athugasemdir við útboð í Reykjanesbæ
- Opinber stuðningur við nýsköpun-Frumvarp
- Drög að reglugerð um hlutdeildarlán-Hagkvæmt húsnæði
- (án titils)
- Siðareglur Arkitektafélags Íslands og úrskurður siðanefndar
- Samkeppni: Bókmenntamiðstöð í John Knox House í Edinborg
- BAS arkitektaskólinn í Bergen leitar að nýjum skólastjóra
- Borgarbyggð auglýsir laust starf deilarstjóra skipulags- og byggingarmála