Um er að ræða eins árs hagnýtt diplómanám sem ætlað er að veita nemendum hagnýta þekkingu á
sviði upplýsingatækni í mannvirkjagerð (BIM – Building Information Modeling).

Nám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð er sérstaklega ætlað þeim sem starfa í byggingariðnaði og við
mannvirkjagerð. Má þar helst nefna byggingarstjóra, byggingariðnfræðinga, tæknifræðinga,
verkfræðinga, arkitekta og byggingafræðinga.

Umsækjendur í námið skulu hafa lokið einhverju af neðantöldu:
• burtfararprófi í iðngrein á byggingarsviði
• byggingafræði
• tækniteiknaranámi
• iðnfræði
• tæknifræði
• verkfræði
• arkitektanámi

Krafist er lágmarkskunnáttu í BIM-studdu hönnunarverkfæri eins og Revit eða Tekla Structures og/eða
reynslu í BIM studdu umhverfi/3D umhverfi.

Í náminu öðlast nemendur reynslu, þekkingu og færni í að leysa flókin og þverfagleg vandamál í
mannvirkjagerð og stjórna verkefnum með upplýsingalíkönum.Notkun stafrænna þrívíðra upplýsingalíkana er aðferðafræði við hönnun mannvirkja sem hefur verið að að ryðja sér til rúms hér á landi. Upplýsingalíkön í mannvirkjagerð auka gæði hönnunar og framkvæmda og stuðla að hagkvæmari byggingum. Þá nýtast upplýsingalíkön við rekstur mannvirkja á líftíma þeirra.

Nánari upplýsingar um skipulag námsins, kennara, starfsmöguleika og fleira er að finna á vef HR:
https://www.ru.is/grunnnam/idnfraedi/upplysingataekni-i-mannvirkjagerd/

Nánari upplýsingar veitir:
Hjördís Lára Hreinsdóttir, verkefnastjóri á Iðn- og tæknifræðideild, 599-6480, hjordislh@ru.is