Þann 17. desember síðastliðinn, kærði Andrúm arkitektar ehf. útboð nr. 20684 sem er framkvæmdasamkeppni Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd Forsætisráðuneytisins undir heitinu ,,Viðbygging við Stjórnarráðshús, Lækjargötu“. Fyrri ákvörðun kærunefndar útboðsmála birtist á vef stjórnarráðsins 29. janúar sl. þar var niðurstaðan sú að, ,,…eins og málið liggur fyrir á þessu sigi þess, að verulegar líkur séu á því að framkvæmd hönnunarsamkeppninnar og val tillögu hafi verið ólögmæt. Verður því samningsgerð á grundvelli hönnunarsamkeppninnar stöðvuð þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru, sbr. 1. mgr. 110 gr. laga um opinber innkaup.“ Arkitektafélag Íslands skilaði inn athugasemdum vegna málsins 3. mars 2019. Þann 11. apríl sl. birtist úrskurður kærunefndar útboðsmála um málið á vef stjórnarráðsins. Niðurstaða kærunefndar útboðsmála var að öllum kröfum kæranda, Andrúm arkitekta ehf. í málinu var hafnað.

Fyrri ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 29. janúar 2019

Álit Arkitektafélagsins

Hér má lesa úrskurð kærunefndar útboðsmála vegna málsins frá 11.apríl. 2019