(26. okt. 2015)
Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu voru kynntar s.l. föstudag á Borgarfirði eystra. Borgarfjarðarhreppur efndi til hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu fyrir ferðamenn og sjómenn Borgarfirði eystra í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Dómnefnd skipuðu Þórhallur Plálsson arkitekt FAÍ, Kristján Helgason tæknifræðingur og Logi Már Einarsson arkitekt FAÍ. Alls bárust tíu tillögur í samkeppnina.
Höfundar 1. prodej ready made verðlauna eru: Anderson & Sigurdsson arkitekter; Ene Cordt Andersen arkitekt maa, Antoine Pinquemal (stud arch) og Þórhallur Sigurðsson arkitekt maa, FAÍ.
Höfundar 2. verðlauna eru; Hornsteinar arkitektar; Andrés Narfi Andrésson arkitekt FAÍ, Grétar Örn Guðmundsson arkitekt FAÍ, Ólafur Hersisson arkitekt FAÍ, Þórður Þorvaldsson arkitekt, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt FAÍ, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt FÍLA og Sigríður Brynjólfsdóttir landslagsarkitekt FÍLA.