Í tilefni af útkomu bókarinnar AÐ BÚA TIL OFURLÍTINN SKEMMTIGARÐ eftir Einar E. Sæmundsen er þér boðið í útgáfuhóf, í Kaffi Flóru (Grasagarðinum í Laugardal), fimmtudaginn 4. október kl. 17.

Að búa til ofurlítinn skemmtigarð er einstakt yfirlitsverk um sögu og þróun íslenskrar garðhönnunar eða landslagsarkitektúrs, og er umhverfismótunin þar sett í samhengi við rætur íslenskrar menningar og tengd alþjóðlegum straumum og stefnum.