Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur, og áhugamaður um arkitektúr og skipulagsmál er að fara af stað með veftímaritið Rýmið. Markmiðið með útgáfunni er að efla umræðuna um hið manngerða umhverfi hér á landi, jafnt á opinberum vettvangi sem og faglegum vettvangi, og efla fréttaflutning af því sem er að gerast í geiranum. 

Ólafur Heiðar óskar eftir pennum í tímaritið sitt. Áhugasamir sendið póst á Ólaf á netfangið rymid@rymid.is eða með því að hringja í hann í síma: 6621979