Alþjóðlegur dagur arkitektúrs var haldinn hátíðlegur í gær, mánudaginn 1. október. Arkitektafélag Íslands skipulagði sex göngur víðsvegar á landinu í tilefni dagsins, þrjár í Reykjavík, eina í Garðabæ, eina í Borgarnesi og eina á Akureyri. Þrátt fyrir vætu og kulda var vel mætt í allar göngurnar sex. Við þökkum þeim Halldóri Eiríkssyni, Ágústu Kristófersdóttur, Bjarka Gunnari Halldórssyni, Jóhanni Einari Jónssyni, Baldri Ó. Svavarssyni, Sigursteini Sigurðssyni og Árna Ólafssyni kærlega fyrir að taka þetta verkefni að sér og leysa það svona vel.

Hér fylgja nokkrar myndir frá göngunum